28 Jul 2016

Full-Time Yfirmaður Netdeildar

IcewearGarðabær, Höfuðborgarsvæðið, Ísland

logo_icewear

Job Description

ICEWEAR er leiðandi fyrirtæki sem framleiðir útivistarfatnað, allt frá ullarpeysum til hátæknilegra dúnúlpna. Við erum að leita að öflugum einstaklingi til þess að leiða lítið teymi sem ætlar sér stóra hluti, með frekari uppbyggingu á netdeild Icewear.

Sem yfirmaður netdeildar fellur inn á þitt verskvið að:

• Greina og sjá um sölu og auglýsingarherferðir

• Skipulagning á núverandi og nýjum mörkuðum

• Skipuleggja innleiðingu nýrra kerfa og þróun núverandi kerfa

• Greina tækifæri til sparnaðar og aukinnar sjálfvirkni

• Sjá um samskipti við vefstofur, hýsingaraðila, hönnuði, þýðendur og aðra verktaka

Við leitum að einstaklingi sem:

• Hefur leiðtogahæfni, frumkvæði og drifkraft

• Hefur reynslu af netmarkaðsetningu og rekstri netverslanna

• Hefur framúrskarandi tölvukunnáttu

• Er vandvirkur og hefur öguð vinnubrögð

• Er með háskólapróf sem nýtist í starf

Kostur væri reynsla í:

• Verkefnisstjórnun

• HTML, CSS & FTP

• Facebook Ads, Google Ads & Mailchimp

• Netverslunarkerfum (t.d. Magento, PrestaShop, Shopify)

Við bjóðum upp á:

• Spennandi og krefjandi starf á hröðum vinnustað

• Mikil tækifæri til að vaxa í starfi

How to Apply

Starfið er laust strax. Áhugasamir sendi ferilskrá ásamt mynd á jobs@icewear.is. Umsóknarfrestur rennur út 1. ágúst.

Job Categories: IT. Job Types: Full-Time. Job Tags: adwords @en, analytics @en, leiðtogahæfni @en, netmarkaðsetning @en, netverslunarkerfi @en, tölvukunnátta @en, and verkefnisstjórnun @en. Job expires in Endless.

Apply for this Job